Færibönd og rúllubrautir frá SOCO System
SOCO CON-30 færibandakerfið samanstendur af færiböndum, drifnum og ódrifnum rúllubrautum og kúrfum, í stöðluðum lengdum, breiddum og hæðum, fótum undir kerfið sem eru stillanlegir á hæð, tengingum fyrir einingar og fl.
Staðlaðar lengdareiningar eru 25, 50, 63, 75, 100, 150 og 200 cm.
Staðlaðar breiddir eru 20, 30, 40, 50, 60, 80 og 100 cm.
Tengja má saman brautir eftir þörfum með þar til gerðum tengibúnaði, sem skrúfast í brautir og þar með þarf nærri aldrei að skera eða sjóða, aðeins að nota sexkantasett og lykla til að setja saman eða breyta kerfinu.
SOCO framleiðir CON-30 kerfið í heitgalvaniseruðu stáli en einnig má fá þau í ryðfríu ef með þarf.
Allar rúllur og hjól eru með legum á öxla sem minnka til muna viðnám og þarf t.d. ekki nema 2° halla til að 8kg kassi renni léttilega.