Um ELTAK
ELTAK var stofnað árið 1991 sem sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir PÓLS vogir og tæki á Íslandi. Sama ár var hafinn innflutningur á úrvali af vogum og öðrum tækjum og búnaði.
Í dag sérhæfir ELTAK sig í sölu og þjónustu á rafeindavogum og öðrum búnaði til vigtunar, stýringar, skömmtunar, vörufrágangs og pökkunar.
Við bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum frá heimsþekktum framleiðendum. Íslenskar vogir frá MAREL. Mikið úrval af vogum frá AND í Japan, OHAUS í USA, AVERY WEIGH-TRONIX, AVERY BERKEL og SALTER Brecknell frá Englandi. ELTAK þjónusta allar vogir og tæki sem framleidd voru hjá PÓLS á Ísafirði. Frá SOCO-SYSTEM í Danmörku bjóðum við færibandakerfi sem setja má saman á ótal vegu ásamt ýmsum tækjum til vörufrágangs og pökkunar. Við erum stoltir að bjóða á Íslandi tæki og búnað frá LOMA Systems í Englandi, sem er eitt virtasta fyrirtæki í heiminum í dag í hönnun og framleiðslu málmleitartækja og X-ray skynjunarbúnaðar fyrir matvæli.
Á þessari heimasíðu er einnig ýmsar aðrar vörur og tæki sem við erum umboðsaðilar fyrir á Íslandi: OHAUS Laboratory Nýr valkostur í tækjabúnaði fyrir rannsóknir á Íslandi, OHAUS Rannsóknartæki. EASIWEIGH skömmtunarbúnað, TRANSLYFT lyftitæki og margt fleira.
SCALETRONIC Rúmmáls-skönnun og vigtun fyrir frakt. Kerfið mælir sjálfvirkt rúmmál og þyngd pakka eða vörubretta ásamt flokkun eftir ýmsum möguleikum.
Nú eru yfir 800 fyrirtæki á Íslandi með um 7000 vogir og tæki sem við þjónustum.
Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur til nánari upplýsinga
Opið virka daga kl. 08 til 16