COMPACT® flokkarar frá MAREL
Marel COMPACT® flokkarinn er einföld og stöðluð hátæknilausn til notkunar í öllum greinum matvælaiðnaðar. Hönnun flokkarans er byggð á áratuga reynslu Marel í vigtun, flokkun og meðhöndlun hráefnis.
Hagkvæmni, ending og gæði einkenna flokkarann sem stenst ýtrustu kröfur matvælaiðnaðarins. CG60 flokkarinn er einföld útgáfa af hefðbundnum flokkurum Marels. Þrátt fyrir það er hann gæddur mikilli nákvæmni og hraða.
Flokkarinn er með sex hlið og er afkastagetan 120 stykki á mínútu með allt að 2 gramma nákvæmni eftir þyngd stykkja. Uppsetning er einföld og allt viðmót er notendavænt og aðgengilegt. Flokkarinn er vandaður og smíðaður með það í huga að þola vinnslu í erfiðu umhverfi og mikil þrif.
Flokkarinn er sérhannaður fyrir smærri fyrirtæki og hentar vel í fjölbreytta vinnslu í flestum greinum matvælaiðnaðarins. Hann hentar einnig vel sem viðbót við vinnslukerfi stærri fyrirtækja vegna einstakra eða árstíðabundinna verkefna.
- CG60 - allt að 120stk/mín.
- 6 hlið, frístandandi eining.
- Tilbúinn til notkunar, mjög einföld uppsetning
- Notendavænt viðmót
- M2200 stjórneining