IQ4 Málmleitartæki frá LOMA.
Allt frá stofnun LOMA SYSTEMS árið 1969, hefur fyrirtækið unnið mjög náið með bæði framleiðendum matvæla og söluaðilum til að ná bestu framförum í málmleitartækni.
Þess vegna hefur LOMA óviðjafnanlega reynslu og sérfræðiþekkingu í árangursríkri greiningu á að nema málmhluti í pakkningum í matvælaiðnaði.
LOMA tækin hafa verið í notkun með sérlega góðum árangri í marga áratugi og eru viðurkennd af helstu verslanakeðjum í heimi sem besti kostur.
Við kynnum hér nýtt LOMA IQ4 Málmleitartæki, sem er árangur af sameinaðri reynslu LOMA, LOCK, CINTEX og BRAPENTA, og nær 50 ára viðskiptaþróun í málmleitartækni.
Hágæða hönnun Loma IQ4 tækisins ásamt nýjum uppfærslumöguleika á rafeindabúnaði þess, gerir það að framtíðar tæki með möguleika á að breyta og bæta við tækið eftir þörfum eiganda.
- Áreiðanlegt
Sterkbyggð, nýtt tæki úr ryðfríu gæðastáli gerir það mjög traust og öruggt. Mikil vatns- og rykvörn tækisins er skv. IP69K staðli og umhverfisáhrifum.
- Skýr skjár.
Nýr stór og skýr 7" snertiskjár. Grafískt viðmót með miklum upplýsingum gerir alla vinnuna við tækið sem þægilegasta.
- Sveigjanlegt.
Loma IQ4 "lærir" inn á viðkomandi pakkningu og hefur minni á allar vörur notanda.
- "Fjöltíðni"
Tækið setur nýjan staðal með breytanlegri tíðni við skynjun sem eykur notkunargildi þess margfalt.